Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 11:22 Áskriftaleikur Morgunblaðsins hefur vakið mikla athygli. Vísir/Stefán Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018 Fjölmiðlar Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira
Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018
Fjölmiðlar Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira