Aldursgreining á tönnum nákvæmasta aðferðin: 35 greiningar hér á landi undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 20:15 Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00