Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. febrúar 2018 11:54 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu í samtali við fréttastofu. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur. Til stóð að flytja hana á sjúkrahúsið í Toledo síðastliðinn föstudag en það var ekki gert vegna þess að sjúkrahúsyfirvöld í Toledo gátu ekki staðfest að hægt væri að taka á móti Sunnu. „Það er komið grænt ljós frá spítalanum sjálfum. Utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel í því að fá það mjög skýrt fram að þeir eru tilbúnir til þess að taka á móti henni,“ segir Jón Kristinn. Langt ferðalag er fyrir höndum hjá Sunnu en um 500 kílómetrar eru á milli Malaga og Toledo. Pantaður verður sjúkrabíll fyrir Sunnu en reiknar hann með að förin muni taka tíu til tólf tíma, sökum mikils fannfergis á Spáni.Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur Birgisdóttir„Þetta eru góðar fréttir að hún er að komast undir almennilegar læknishendur,“ segir Jón Kristinn en í síðustu viku var greint frá því að sjúkrahúsið í Malaga væri ekki í stakk búið til þess að meðhöndla áverka Sunnu. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Vonast Jón Kristinn til þess að tíðinda dragi í vegabréfsmálum Sunnu í vikunni en segir hann að dómari muni í vikunni úrskurða um framhald málsins. Standa vonir því til að Sunna geti mögulega fengið vegabréfið í hendurnar á ný. „Aðalmálið er þetta að hún er að komast undir læknishendur,“ segir Jón Kristinn. „Við vonum það besta að hún komist heim til Íslands, það eru grundvallaratriði.“ Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu í samtali við fréttastofu. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur. Til stóð að flytja hana á sjúkrahúsið í Toledo síðastliðinn föstudag en það var ekki gert vegna þess að sjúkrahúsyfirvöld í Toledo gátu ekki staðfest að hægt væri að taka á móti Sunnu. „Það er komið grænt ljós frá spítalanum sjálfum. Utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel í því að fá það mjög skýrt fram að þeir eru tilbúnir til þess að taka á móti henni,“ segir Jón Kristinn. Langt ferðalag er fyrir höndum hjá Sunnu en um 500 kílómetrar eru á milli Malaga og Toledo. Pantaður verður sjúkrabíll fyrir Sunnu en reiknar hann með að förin muni taka tíu til tólf tíma, sökum mikils fannfergis á Spáni.Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur Birgisdóttir„Þetta eru góðar fréttir að hún er að komast undir almennilegar læknishendur,“ segir Jón Kristinn en í síðustu viku var greint frá því að sjúkrahúsið í Malaga væri ekki í stakk búið til þess að meðhöndla áverka Sunnu. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Vonast Jón Kristinn til þess að tíðinda dragi í vegabréfsmálum Sunnu í vikunni en segir hann að dómari muni í vikunni úrskurða um framhald málsins. Standa vonir því til að Sunna geti mögulega fengið vegabréfið í hendurnar á ný. „Aðalmálið er þetta að hún er að komast undir læknishendur,“ segir Jón Kristinn. „Við vonum það besta að hún komist heim til Íslands, það eru grundvallaratriði.“
Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00