Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Hanna Ólafsdóttir er annar umsjónarmanna Hjálparsímans 1717. Hanna segir að alls komi um 90 manns að Hjálparsímanum og hann sé opinn allan sólarhringinn og gjaldfrjálst að hringja, allan ársins hring. Fréttablaðið/Eyþór Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. Um 15 þúsund símtöl og samtöl í gegnum netið bárust Hjálparsímanum í fyrra. Það jafngildir um 40 samtölum á sólarhring. Af þessum 15 þúsund samtölum var 721 samtal um sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir. „Við hörmum að viðkomandi hafi ekki náð sambandi. Það er leiðinlegt þegar slíkt kemur fyrir. En það er yfirleitt þannig að fólk nær fljótt sambandi og það er líka hægt að tala í gegnum netspjall,“ segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmaður Hjálparsímans. „En þetta sýnir hversu mikil neyð er í samfélaginu.“ Hanna segir að síminn á nóttunni sé hugsaður sem neyðarsími. „Næturnar eru mannaðar af starfsfólki sem hefur farið í gegnum þjálfun til þess að taka á móti erfiðum símtölum. Það getur verið mikið að gera og eins og staðan er er einn starfsmaður á nóttunni.“ Hún segir að ef starfsmaður sé einn á vakt, í viðkvæmu samtali og einhver annar hringi inn á meðan verði starfsmaðurinn að láta það samtal sem hann er í hafa forgang. Þá komi símsvari sem segi viðkomandi að það sé mikið álag og fólk beðið um að hinkra. „Í fullkomnum heimi væri hægt að manna vaktina betur en það er mismikið að gera. Það geta komið toppar á nóttu þar sem margir reyna að ná inn og svo getur verið rólegt utan þess. Það er erfitt að ráða við þetta og við leggjum okkur öll fram við að veita eins góða þjónustu og við mögulega getum.“ Hún segir jákvætt að fólki sem líði illa hringi í Hjálparsímann. „En ef fólki líður þannig að það getur ekki beðið eftir að síminn losni, þá er best að hringja í vin eða ættingja eða í Neyðarlínuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira