Fækka hermönnum í Írak eftir fall kalífadæmisins Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 23:23 Bandarískir hermenn fylgjast með æfingum írakskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa eru byrjuð að fækka hermönnum landsins í Írak eftir að kalífadæmi Íslamska ríkisins var sigrað þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Bandaríkin fækka hermönnum í Írak en ekki liggur fyrir hver margir muni yfirgefa landið né hve margir verða eftir.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu einhverjir bandarískir hermenn verða áfram í landinu en fjöldi þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Í september voru 8.892 bandarískir hermenn í Írak og einn embættismaður sagði að um 60 prósent þeirra myndu fara. Um fjögur þúsund yrðu eftir. Þegar mest var, árið 2007, voru um 170 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Um þrír mánuðir í kosningar í Írak þar sem talið er að fylkingar vopnaðra manna með sterka tengingu við Íran muni spila stóra rullu. Þessar fylkingar hafa krafist þess að allir bandarískir hermenn yfirgefi landið og hefur Haider al-Abadi, forseti Írak, átt í erfiðleikum með að halda báðum hliðum ánægðum.Hafa áhyggjur af auknum áhrifum Íran Aukist áhrif áðurnefndra fylkinga í komandi kosningum er líklegt að Abadi muni færast nær þeim. Hann hefur þó sagt að írakski herinn muni þurfa þjálfun hermanna Bandaríkjanna um komandi ár. Súnnítar hafa þó áhyggjur af auknum áhrifum Íran í Írak og telja bandaríska herinn halda ákvæðnu jafnvægi á milli fylkinga og þjóðarbrota. Fækkun hermanna í Írak þykir líka til marks um aukna áherslu stjórnvalda Bandaríkjanna á að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞó að kalífadæmi Íslamska ríkisins hafi verið sigrað þýðir það ekki að samtökin sjálf séu úr leik. Þau verja enn nokkra bæi í Sýrlandi og sérfræðingar segja líklegt að meðlimir samtakanna muni snúa sér aftur að hryðjuverkum og skæruhernaði. Mið-Austurlönd Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa eru byrjuð að fækka hermönnum landsins í Írak eftir að kalífadæmi Íslamska ríkisins var sigrað þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Bandaríkin fækka hermönnum í Írak en ekki liggur fyrir hver margir muni yfirgefa landið né hve margir verða eftir.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu einhverjir bandarískir hermenn verða áfram í landinu en fjöldi þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Í september voru 8.892 bandarískir hermenn í Írak og einn embættismaður sagði að um 60 prósent þeirra myndu fara. Um fjögur þúsund yrðu eftir. Þegar mest var, árið 2007, voru um 170 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Um þrír mánuðir í kosningar í Írak þar sem talið er að fylkingar vopnaðra manna með sterka tengingu við Íran muni spila stóra rullu. Þessar fylkingar hafa krafist þess að allir bandarískir hermenn yfirgefi landið og hefur Haider al-Abadi, forseti Írak, átt í erfiðleikum með að halda báðum hliðum ánægðum.Hafa áhyggjur af auknum áhrifum Íran Aukist áhrif áðurnefndra fylkinga í komandi kosningum er líklegt að Abadi muni færast nær þeim. Hann hefur þó sagt að írakski herinn muni þurfa þjálfun hermanna Bandaríkjanna um komandi ár. Súnnítar hafa þó áhyggjur af auknum áhrifum Íran í Írak og telja bandaríska herinn halda ákvæðnu jafnvægi á milli fylkinga og þjóðarbrota. Fækkun hermanna í Írak þykir líka til marks um aukna áherslu stjórnvalda Bandaríkjanna á að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞó að kalífadæmi Íslamska ríkisins hafi verið sigrað þýðir það ekki að samtökin sjálf séu úr leik. Þau verja enn nokkra bæi í Sýrlandi og sérfræðingar segja líklegt að meðlimir samtakanna muni snúa sér aftur að hryðjuverkum og skæruhernaði.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira