Óskarsverðlaun borga sig Björn Berg Gunnarsson og skrifa 7. febrúar 2018 07:00 Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.