Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið. Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent