Reykjavík er okkar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um borgina eru skipulags- og samgöngumál áberandi enda mikilvæg fyrir líðan, heilsu, hagkvæmni, öryggi og fleira. En það sem býr til samfélag er fólk sem á það sameiginlegt að í því býr djúpstæð þrá eftir vellíðan. Það hlýtur því að vera markmið stjórnvalda í öllu sem þau taka sér fyrir hendur að stuðla að vellíðan íbúa og heilbrigði. Fyrir utan áhrif hins manngerða umhverfis á vellíðan hefur jöfnuður þar líklega mest áhrif, í tekjudreifingu, efnahagslegri stöðu, menntun og heilsufari. Einstaklingur sem upplifir að hann tilheyri samfélagi þar sem samkennd og samvinna ríkir og hans framlag skipti máli er líklegri til að upplifa vellíðan. Á kjörtímabilinu hefur meirihlutinn í Reykjavík unnið að því að kortleggja hvað það er sem við getum gert til að stuðla að heilbrigði, vellíðan og hamingju íbúa og á næstu vikum verður kynnt heildstæð Lýðheilsustefna. Við erum að skapa borg þar sem íbúar hafa tækifæri til að velja heilsusamlegan lífsstíl, eiga samskipti og vinna saman að sameiginlegum áhugamálum. Hverfi borgarinnar eru nú heilsueflandi þar sem fyrst er horft til umhverfis barna og eldri borgara. Við höfum tekið stefnu á að vera aldursvæn borg, erum að móta stefnu í málefnum eldri borgara þar sem kortlagðir eru allir möguleikar þeirra til að eiga fjörugt eða rólegt ævikvöld, allt eftir óskum hvers og eins. Auk þess sem víðtæk mennta- og þjónustustefna við barnafjölskyldur er í mótun. Þó hentugt geti verið að horfa á mismunandi aldur fólks í stefnumótun er mikilvægt að nærþjónusta borgarinnar sé til staðar alltaf þegar á þarf að halda út frá þörf en ekki aldri. Lífið færir okkur flestum einhverjar óvæntar áskoranir sem geta tengst öldrun, ofbeldi, langvinnum veikindum, fötlun eða hverskyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Við þurfum að auðvelda íbúum að fá þjónustu sem fyrst eftir að þörf skapast, því með því getum við oft komið í veg fyrir frekari veikindi eða vanlíðan. Það tekur tíma að breyta „Kerfinu“ en við höfum tekið mikilvæg skref á þessu kjörtímabili og stefnan er sett á aðgengilega og vingjarnlega þjónustu fyrir fólk.Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun