Eflum öfluga baráttu Benedikt Traustason og Helga Lind Mar skrifar 8. febrúar 2018 10:04 Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á seinustu misserum hafa nemendur haft sterka rödd innan háskólaráðs sem hefur skipt sköpum í okkar stærstu baráttumálum. Röskva hefur meðal annars leitt baráttuna þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða á háskólasvæðinu og þeirri baráttu viljum við halda áfram. Lykillinn að því að rödd stúdenta verði áfram sterk er hins vegar árangursríkt samstarf milli allra þeirra sem starfa í umboði nemenda innan háskólaráðs og í nefndum ráðsins. Við leggjum til að stofnaður verði samráðsvettvangur allra þeirra fulltrúa stúdenta sem koma að hagsmunabaráttu nemenda bæði á fundum háskólaráðs og í nefndum þess. Núna þegar fjármögnun til skólans virðist loksins vera á leið í rétta átt er mikilvægt að fulltrúar stúdenta berjist fyrir því að þessir fjármunir renni til þeirra mála sem stúdentar hafa barist fyrir. Þau mál eru meðal annars bætt kennsla, aðstaða, aukin sálfræðiaðstoð við nemendur skólans og hvernig jafnrétti allra til náms sé tryggt. Jafnrétti er eitt af þremur gildum Háskóla Íslands en sjálf höfum við kynnst baráttunni fyrir jöfnum rétti í gegnum sjálfboðaliðastarf og stjórnarsetu í Samtökunum '78 og Druslugöngunni. Nýleg barátta kvenna í vísindasamfélaginu undir myllumerkjunum #metoo og #ískuggavaldsins síðastliðna mánuði minnir óneitanlega á það hversu mikið verk er enn óunnið í jafnréttismálum innan háskólasamfélagsins. Þar eiga nemendur að vera leiðandi og þrýsta á skólann að þessi mál verði tekin föstum tökum. Þegar kemur að skipulagsmálum á háskólasvæðinu eru þrír þættir sem snerta stúdenta hvað mest. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum mánuðum með kröftugri baráttu fulltrúa nemenda í háskólaráði en á tímabili leit út fyrir að hætt yrði við uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð. Stofnaður var samráðshópur um uppbyggingu á þeim reit og krafðist fulltrúi Röskvu í háskólaráði þess að nemendur fengju sæti í þeim hópi. Niðurstaða samráðshópsins var kynnt fyrr í vikunni í kjölfar samþykktar háskólaráðs á samkomulagi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta. Samkomulagið felur í sér að ekki aðeins verður byggt á reitnum, heldur að lóðir fyrir frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu verði afhentar á næstu árum. Þessi sigur hefði ekki náðst ef ekki væri fyrir öfluga baráttu stúdenta fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Í komandi kosningum til háskólaráðs verður ekki aðeins kosið um stefnumál heldur bæði um hugmyndafræði og það fólk sem við viljum að leiði okkar baráttu. Við í Röskvu erum óhrædd við að beita pólitískum þrýstingi í kröfum okkar um jafnan rétt allra til náms. Við höfum sýnt hverju við getum náð fram með öflugri baráttu og nú þurfum við þinn stuðning til að halda henni áfram.Höfundar eru í 1. og 2. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar