Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 10:37 Hópurinn átti bókað flug með Flugfélagi Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect. Vísir/Anton Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira