Til skoðunar að setja hluta Sæbrautar í stokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 11:50 Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, á sviði. Vísir/Hanna Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00
Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00
Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18