Auðvelt að flýja í símann Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 12:45 Þorlákur sagði að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir "lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent