Ofbeldi og áreitni hjá Sameinuðu þjóðunum: „hér er ekkert réttlæti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2018 17:59 Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. visir/getty Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira