Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. Óttar Yngvason, lögmaður kærenda, ýmissa hagsmunaaðila sem leggjast gegn sjókvíaeldi á svæðinu, segir málsmeðferð við leyfisveitinguna hafa verið með ólíkindum. „Það er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá að afhenda einstaklingsbundnum aðilum eignarrétt að fasteignum ríkisins, en hafið utan netlaga er í eigu ríkisins. Í umsóknum um leyfi til að setja upp sjókvíaeldi er lagaákvæði um að umsækjandi láti fylgja skilríki fyrir afnotum hafsins. Þessi skilríki hafa aldrei verið lögð fram enda ekki hægt samkvæmt stjórnarskránni, nema sett séu lög í hverju tilfelli sem heimila það,“ segir Óttar og segi eftirlitsaðila engu svara. „Matvælastofnun svarar því til, þar sem þetta er utan netlaga, að þá þurfi ekki að afhenda þessi skilríki til afnota hafsins. En þetta er skýrt lagaákvæði og alveg út í hött að þessu sé ekki fylgt eftir.“ Óttar bendir á að það sé ekki skrýtið að norsk fiskeldisfyrirtæki hafi í auknum mæli fært sig til Íslands síðustu ár. „Fiskeldisfyrirtækin hér á landi eru flest öll í meirihlutaeigu Norðmanna. Það er ekki skrýtið þar sem grunngjald norskra eldisfyrirtækja er 120.000 norskar krónur fyrir hvert tonn í fiskeldinu eða sem nemur 1,5 milljónum íslenskra króna,“ segir Óttar og bætir við að gjöldin séu mun lægri á Íslandi. „Hér á landi þurfa fyrirtækin nánast ekkert að borga, aðeins smávægilegt eftirlitsgjald. Þetta er þannig lagleg jólagjöf til norskra eldisfyrirtækja á kostnað íslenskrar náttúru. Það er ekki skrýtið að þrýstingur á stjórnvöld, stofnanir og stjórnmálamenn sé harðvítugur.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Sjá meira