Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 19:34 Ekvadorinn Julian Assange á heimili sínu í sendiráði Ekvador í London. Vísir/AFP Lenin Moreno, forseti Ekvadors, lýsir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem vandamáli sem stjórn hans hefur „fengið í arf“. Assange hafi verið „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar hefur Assange haldið áfram að birta efni á Wikileaks, þar á meðal tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016, þrátt fyrir að Moreno hafi varað hann við að skipta sér ekki af stjórnmálum í Ekvador eða vinalöndum þess. Rafael Correa, forveri Moreno, veitti Assange hæli. Ríkisstjórn Moreno hefur sagt að hún muni áfram veita Assange hæli en hefur einnig reynt að koma honum úr sendiráðinu án þess að hann verði handtekinn og sendur til Bandaríkjanna. Assange fékk ríkisborgararétt í Ekvador í desember. Bresk stjórnvöld höfnuðu hins vegar að veita Assange réttindi sem sendifulltrúi Ekvador. Þau hefðu veitt Asssange friðhelgi. Moreno sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera vonsvikinn með viðbrögð Breta. „Þetta hefði verið góð niðurstaða. Því miður gengu hlutirnir ekki eftir eins og utanríkisráðuneytið hafði áætlað þannig að vandamálið er enn til staðar,“ sagði Moreno sem ætlar að leita eftir aðstoð „mikilvægs fólks“ til að leysa vandamálið með Assange. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Lenin Moreno, forseti Ekvadors, lýsir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem vandamáli sem stjórn hans hefur „fengið í arf“. Assange hafi verið „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar hefur Assange haldið áfram að birta efni á Wikileaks, þar á meðal tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016, þrátt fyrir að Moreno hafi varað hann við að skipta sér ekki af stjórnmálum í Ekvador eða vinalöndum þess. Rafael Correa, forveri Moreno, veitti Assange hæli. Ríkisstjórn Moreno hefur sagt að hún muni áfram veita Assange hæli en hefur einnig reynt að koma honum úr sendiráðinu án þess að hann verði handtekinn og sendur til Bandaríkjanna. Assange fékk ríkisborgararétt í Ekvador í desember. Bresk stjórnvöld höfnuðu hins vegar að veita Assange réttindi sem sendifulltrúi Ekvador. Þau hefðu veitt Asssange friðhelgi. Moreno sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera vonsvikinn með viðbrögð Breta. „Þetta hefði verið góð niðurstaða. Því miður gengu hlutirnir ekki eftir eins og utanríkisráðuneytið hafði áætlað þannig að vandamálið er enn til staðar,“ sagði Moreno sem ætlar að leita eftir aðstoð „mikilvægs fólks“ til að leysa vandamálið með Assange.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10