Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. janúar 2018 20:52 Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. Ráðherrann segir þessar upplýsingar hins vegar engu breyta um málið. Líkt og fram hefur komið samþykkti Alþingi í júní 2017 tillögu dómsmálaráðherra um þá fimmtán einstaklinga sem taka skyldu sæti við Landsrétt. Í fjórum tilfellum var vikið frá niðurstöðu hæfisnefndar og aðrir skipaðir en þeir sem metnir höfðu verið hæfastir. Af þessu leiðir að fjórir þeirra sem voru í hópi fimmtán hæfustu fengu ekki dómarasæti, en tveimur þeirra hafa þegar verið dæmdar bætur frá ríkinu og krefjast hinir tveir enn fremur bóta. Stundin birti í dag gögn úr dómsmálaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna tölvupóstsamskipti milli lögfræðinga úr nokkrum ráðuneytum auk athugasemda sem sérfræðingar gerðu við bréf Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til Alþingis vegna skipunar í Landsrétt. Í einu bréfanna segir lögfræðingur m.a. að ef ráðherra ætli að leggja tillögu fyrir þingið þar sem vikið sé frá niðurstöðu hæfisnefndar þurfi að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Í sama streng tekur Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, en í athugasemdum við bréf Sigríðar til Alþingis segir hún m.a. „Það þarf að rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta. Hér þarf að hafa í huga að lögbundin nefnd sem á að meta hæfnina er búin að skila áliti sínu.“ Ekki náðist í viðkomandi sérfræðinga til viðtals í dag, en ráðherra segir gögnin litlu breyta um stöðuna. „Mér var fullkunnugt um þetta og ræddi við þessa starfsmenn og aðra sérfræðinga þessi álitaefni og ég ræddi það líka við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd síðasta sumar með hvaða hætti ég hefði innt þessa rannsóknarskyldu af hendi. Það var bara mitt mat á þessum tíma að henni væri fullnægt svona,“ segir dómsmálaráðherra. Vísar Sigríður meðal annars til þess að Alþingi hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins, auk þess sem hún hafi haft skamman tíma til að taka ákvörðun. Í dómum sínum frá því í desember sagði Hæstiréttur m.a. að ráðherra hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni nægilega og væri ríkið því skaðabótaskylt. Ljóst er því að ákvörðunin kostar ríkissjóð talsverða fjármuni. Það mun auðvitað talsverður kostnaður falla á ríkið vegna þessarar skipunar.Sérðu fyrir þér að axla einhverja frekari pólitíska ábyrgð, segja af þér? „Ég hef náttúrulega bara gengið í gegnum kosningar og þannig er hin pólitíska ábyrgð og ég leiddi þann lista sem fékk nú næstflest atkvæði á landinu í síðustu kosningum. Þessi mál voru öll komin upp þá og héraðsdómur hafði nú fallið þá.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46