Ekki hægt að leggja ofurskatta á grein í uppbyggingu Aron Ingi Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00