Þjálfarinn sem áreitti Hólmfríði kynferðislega heldur starfinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:45 Hólmfríður Magnúsdóttir kom upp um þjálfarann. vísir/stefán Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Norski fótboltaþjálfarinn sem áreitti íslensku landsliðskonuna Hólmfríði Magnúsdóttur kynferðislega verður ekki rekinn úr núverandi þjálfarastarfi sínu en þetta kemur fram í frétt norska blaðsins Verdens Gang. Mál Hólmfríðar tengist fyrra starfi Norðmannsins og ætlar núverandi vinnuveitandi hans að halda honum í starfi þrátt fyrir að vita hvað hann hefur gert af sér. Í skriflegu svari til VG segir formaður fótboltafélagsins þar sem hann starfar núna að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi þar sem einhugur ríkti um að grípa ekki til aðgerða. Sagt er að ekki hafi verið kvartað yfir honum í núverandi starfi. Hólmfríður, sem spilað hefur ríflega 100 landsleiki fyrir Ísland og farið á þrjú stórmót, er ein 62 íþróttakvenna sem sagði sögu sína í tengslum við herferðina #meetoo þegar að íþróttakonur birtu sögur sínar í síðustu viku. Þjálfarinn sem um ræðir lagði Hólmfríði í einelti, öskraði á hana á æfingum en þess á milli hringt og sent skilaboð. Hann hafi ítrekað óskað eftir því að hitta hana og heimsækja. Hann sendi Hólmfríði einnig óviðeigandi myndir og myndbönd af sjálfum sér. Hún segir einnig frá afar óviðeigandi hegðun hans eftir að hann hafði hringt í hana á föstudegi. „Ég vill ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfarinn meðal annars við íslensku landsliðskonuna en frétt um sögu Hólmfríðar má lesa hérna. Hólmfríður fór að taka upp símtöl frá þjálfaranum og sendi á stjórn þáverandi félags. Það varð til þess að hann var rekinn en þessi umræddi þjálfari hefur þjálfað 17 lið í Noregi og aldrei haldist í vinnu lengur en hálft annað ár.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Hólmfríður var áreitt í Noregi: Þjálfarinn sagðist vera heima með hann beinstífan Hólmfríður Magnúsdóttir greindi frá raunum sínum í Noregi þegar MeToo-sögur íslenskra íþróttakvenna voru birtar í dag. 11. janúar 2018 17:00