„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2018 10:53 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. Sunna Elvira er þríhryggbrotin, lömuð upp að brjósti og er óvíst um batahorfur. Unnur Birgisdóttir, móðir Sunnu Elviru, greindi frá söfnuninni á Facebook síðu sinni í gær. Vilja Sunnu heim fyrir vikulok Kostnaðurinn við flutninginn er 5,5 milljónir. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þar sem tryggingar hennar ná ekki yfir flutninginn höfum við ákveðið að safna fyrir ferðinni. Vélin myndi fljúga með hana beint á Landspítalann þar sem hennar bíður pláss á heila- og taugadeild,“ segir Unnur í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún og faðir Sunnu eru bæði úti og fengju að fara með vélinni. „Heilsu Sunnu vegna vonumst við til að vera komin heim til Íslands fyrir vikulok,“ segir Unnur. Jón Kristinn Snæhólm, vinur fjölskyldunnar segir að mikilvægt sé að koma Sunnu heim svo hún fái rétta umönnun. Fjölskyldan bað Jón Kristinn um að tjá sig fyrir hönd fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. „Það talar enginn ensku, þau gera sér ekki grein fyrir hvað er að. Hún fékk að vita í fyrradag hvernig hún væri brotin og hvar,“ segir Jón Kristinn, en slysið varð fyrir viku síðan. Hann segist heyra á foreldrum Sunnu að aðstæður á sjúkrahúsinu séu óviðunandi. „Brýnasta verkefnið er að koma Sunnu heim.“ Hann segir að aðstæður Sunnu hafi látið hann gera sér grein fyrir að þrátt fyrir margar óánægjuraddir séu Íslendingar heppnir með heilbrigðiskerfi. „Það er alltaf verið að gagnrýna en allt kerfið er að virka.“Dóttirin í faðmi fjölskyldunnar Aðspurður um viðbrögð við söfnuninni segir Jón að þau hafi ekki enn tekið stöðuna á söfnunarreikningnum en að velvilji fólks sé greinilegur miðað við símtöl og Facebook skilaboð. „Það sýnir að þjóðin hristir fram úr erminni strax, hve mögnuð þessi þjóð er.“ Sunna Elvira á fjögurra ára dóttur sem er komin heim til Íslands. „Hún er bara í sínu öryggisneti og fjölskyldan stendur mjög fast við bakið á þeim.“ Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, mun snúa aftur til Íslands í dag. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Íslendingur væri í haldi lögreglu í Malaga grunaður um ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni. Á laugardag var svo greint frá því að maðurinn væri laus úr haldi og að um slys hefði verið að ræða. Sigurður sagði í viðtali við DV í gær að það hefði verið skelfilegt að vera í fangelsi á meðan kona hans væri þungt haldin á sjúkrahúsi. „Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” sagði Sigurður. Söfnunarreikningur Sunnu er: 0535-05-400493 kt. 060687-3239.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira