Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 22:30 Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn. Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn.
Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira