Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2018 08:29 Wynn hefur verið fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins og gefið í kosningasjóði flokksins. Vísir/AFP Steve Wynn, auðugur spilavítiseigandi, hefur sagt af sér sem fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og að hafa neytt starfsmann til að stunda kynlíf með honum. Sjálfur kennir hann fyrrverandi eiginkonu sinni um. Wynn er 76 ára gamall en Wall Street Journal fjallaði um ásakanirnar gegn honum á föstudag. Þar kom meðal annars fram að hann hefði áreitt nuddara. Konur sem unnu fyrir hann hafi forðast að hitta hann og sumar jafnvel falið sig inni á salerni eða í skápum ef þær heyrðu að hann væri á leiðinni. Þá greiddi Wynn nuddara 7,5 milljónir dollara sem sakaði hann um að hafa þvingað sig til að stunda kynlíf með honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Segja að sama eigi að gilda um repúblikana og demókrata áðurHann segir ásakanirnar „fáránlegar“ en hefur engu að síður sagt af sér hjá Repúblikanaflokknum. Hann telur að fyrrverandi eiginkona sín hafi komið „rógi“ um sig af stað en þau standa í hatrammri deilu fyrir dómstólum. Málið er ekki síst neyðarlegt fyrir flokkinn því forsvarsmenn hans deildu hart á demókrata vegna máls kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Hann hefur verið sakaður um fjölda brota gegn konum en hann hefur einnig látið mikið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins í gegnum tíðina. Repúblikanar gagnrýndu demókrata fyrir þögn um mál hans og kölluðu eftir því að þeir skiluðu fé sem Weinstein hafði gefið. Nú svara demókratar í sömu mynt og segja að það sama eigi að gilda um Repúblikanaflokkinn og Wynn. MeToo Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Steve Wynn, auðugur spilavítiseigandi, hefur sagt af sér sem fjármálastjóri landsnefndar Repúblikanaflokksins. Hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og að hafa neytt starfsmann til að stunda kynlíf með honum. Sjálfur kennir hann fyrrverandi eiginkonu sinni um. Wynn er 76 ára gamall en Wall Street Journal fjallaði um ásakanirnar gegn honum á föstudag. Þar kom meðal annars fram að hann hefði áreitt nuddara. Konur sem unnu fyrir hann hafi forðast að hitta hann og sumar jafnvel falið sig inni á salerni eða í skápum ef þær heyrðu að hann væri á leiðinni. Þá greiddi Wynn nuddara 7,5 milljónir dollara sem sakaði hann um að hafa þvingað sig til að stunda kynlíf með honum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Segja að sama eigi að gilda um repúblikana og demókrata áðurHann segir ásakanirnar „fáránlegar“ en hefur engu að síður sagt af sér hjá Repúblikanaflokknum. Hann telur að fyrrverandi eiginkona sín hafi komið „rógi“ um sig af stað en þau standa í hatrammri deilu fyrir dómstólum. Málið er ekki síst neyðarlegt fyrir flokkinn því forsvarsmenn hans deildu hart á demókrata vegna máls kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Hann hefur verið sakaður um fjölda brota gegn konum en hann hefur einnig látið mikið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins í gegnum tíðina. Repúblikanar gagnrýndu demókrata fyrir þögn um mál hans og kölluðu eftir því að þeir skiluðu fé sem Weinstein hafði gefið. Nú svara demókratar í sömu mynt og segja að það sama eigi að gilda um Repúblikanaflokkinn og Wynn.
MeToo Bandaríkin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira