Curry með 49 stig í sigri gegn Boston Celtics Dagur Lárusson skrifar 28. janúar 2018 09:30 Curry átti stórleik. vísir/getty Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics. NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30