Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. janúar 2018 16:28 Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. Vísir/Samsett Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón. Skipulag Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón.
Skipulag Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira