Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:27 Húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu. vísir/Anton Brink Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45