Fallið frá ákæru í grófu handtökumáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Lögregla er sögð hafa skellt bílhurð á fætur manns. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem kærður var síðastliðið vor fyrir ólöglega handtöku og alvarlega líkamsárás í Kópavogi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júlí síðastliðnum tvífótbrotnaði hinn handtekni í umræddri aðgerð lögreglu. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hafi hlotist af því að hurð hafi verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms. Þá taldi hann ekki útilokað að sambland af kylfuhöggum og hurðarskellum gætu hafa orsakað beinbrotin þótt hurðarskellirnir einir hefðu getað orsakað bæði brotin. Þótt saksóknari hafi fallist á að gögn málsins bendi til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, verði hins vegar ekki sýnt fram á að lögreglumenn á vettvangi hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi ekki gætt lögmætra aðferða við handtökuna. Að mati saksóknara er því ekki talið að framkomin gögn séu nægileg eða líkleg til sakfellis í sakamáli og er málið því fellt niður. Kærandinn hefur þegar kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem kærður var síðastliðið vor fyrir ólöglega handtöku og alvarlega líkamsárás í Kópavogi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júlí síðastliðnum tvífótbrotnaði hinn handtekni í umræddri aðgerð lögreglu. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hafi hlotist af því að hurð hafi verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms. Þá taldi hann ekki útilokað að sambland af kylfuhöggum og hurðarskellum gætu hafa orsakað beinbrotin þótt hurðarskellirnir einir hefðu getað orsakað bæði brotin. Þótt saksóknari hafi fallist á að gögn málsins bendi til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, verði hins vegar ekki sýnt fram á að lögreglumenn á vettvangi hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi ekki gætt lögmætra aðferða við handtökuna. Að mati saksóknara er því ekki talið að framkomin gögn séu nægileg eða líkleg til sakfellis í sakamáli og er málið því fellt niður. Kærandinn hefur þegar kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00