Veldur kúamjólk brjóstakrabbameini? Álfheiður Haraldsdóttir og Laufey Tryggvadóttir skrifar 11. janúar 2018 07:00 Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngreiningu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna.Laufey ?Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsÞess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrannsóknastofnunin og Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (American Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsakað hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rannsókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambærilegri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífshorfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjóstakrabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml).Álfheiður Haraldsdóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Í sérblaði Fréttablaðsins um vegan fæði þann 1. nóvember 2017 var því haldið fram að kúamjólk væri einn helsti áhættuþáttur fyrir hormónatengdum krabbameinum á borð við brjóstakrabbamein. Þessi staðhæfing á sér enga stoð samkvæmt þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið til að kanna hvort neysla á mjólk og mjólkurvörum sé áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Árið 2011 var birt safngreining (meta-analysis) þar sem teknar voru saman niðurstöður 18 ferilrannsókna með alls um milljón þátttakendum. Niðurstaðan var sú að ekkert samband fannst á milli mjólkurneyslu og brjóstakrabbameins og í raun mátti sjá vísbendingar um lækkaða áhættu hjá konum með aukinni neyslu mjólkurafurða. Svipaðar niðurstöður komu fram í safngreiningu frá árinu 2015 þegar skoðaðar voru 27 rannsóknir, með alls um 1,5 milljón þátttakendum. Aftur bentu niðurstöður til minnkandi áhættu á brjóstakrabbameini með aukinni neyslu mjólkurafurða, sérstaklega meðal asískra kvenna.Laufey ?Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags ÍslandsÞess ber einnig að geta að bæði Bandaríska krabbameinsrannsóknastofnunin og Alþjóðakrabbameinsrannsóknasjóðurinn (American Institute of Cancer Research og World Cancer Research Fund) gefa reglulega út ítarlegar skýrslur um tengsl mataræðis, hreyfingar og krabbameins þar sem farið er yfir nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Í skýrslu sem gefin var út á árinu 2017 var það mat þeirra að neysla á mjólkurvörum væri ekki áhættuþáttur fyrir brjóstakrabbamein. Þvert á móti fundust vísbendingar um að neysla á mjólkurvörum gæti dregið úr hættu á brjóstakrabbameini sem greinist fyrir tíðahvörf. Mun minna hefur verið rannsakað hvort neysla mjólkurafurða eftir greiningu á brjóstakrabbameini hafi áhrif á framgang sjúkdómsins og gefa þær örfáu rannsóknir sem til eru misvísandi niðurstöður. Árið 2013 birtist bandarísk rannsókn sem benti til þess að neysla á fituríkum mjólkurafurðum, smjöri og eftirréttum með rjóma, hefði tengingu við verri horfur kvenna með brjóstakrabbamein, auk þess sem tenging við aukna dánartíðni af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini sást samhliða neyslu fituríkra mjólkurvara eftir greiningu. Engin tengsl fundust hins vegar milli neyslu á fituminni mjólkurafurðum og lífshorfa kvennanna. Í sambærilegri ítalskri rannsókn fannst hins vegar ekki samband á milli neyslu fituríkra mjólkurafurða og verri lífshorfa eftir greiningu. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum mjólkurneyslu á framgang brjóstakrabbameins. Almennar ráðleggingar varðandi áherslur í mataræði má finna hjá Embætti landlæknis. Þar er ráðlagt að velja fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn er talið vera tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurvörum á dag (500 ml).Álfheiður Haraldsdóttir er doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.