#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:30 Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu. MeToo Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu.
MeToo Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira