Sagt upp vegna ásökunar um nauðgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 20:03 Jón Páll Eyjólfsson Vísir/Ernir Uppsögn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, má rekja til þess að hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá. Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. Í samtali við RÚV segir Þuríður Helga Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, að Jón Páll hafi viðurkennt brotið í byrjun desember að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi. „Mér var auðvitað brugðið. Þetta var mikið áfall og það tók við ákveðinn hvirfilvindur í mínu tilfinningalífi. Ég óskaði eftir því að hann mundi tala um þetta opinskátt,” segir Þuríður við RÚV. Samkvæmt heimildum Vísis mun Jón Páll þó ekki hafa viðurkennt brotið en hann hafi heldur ekki borið það af sér. Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi frá sér í dag sagði hann að fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar MeToo byltingin hafi farið af stað. Hann segist hafa gert Þuríði Helgu grein fyrir stöðunni strax. Í yfirlýsingu í desember sagðist Jón Páll láta af störfum vegna rekstrarörðugleika leikfélagsins. Ekki fengist fé til starfseminnar en að hann ætlaði þó að kveðja með því að leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“ en Jón Páll sagði við Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Hvorki náðist í Jón Pál né Þuríði Helgu við vinnslu þessarar fréttar. MeToo Tengdar fréttir Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14 Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Uppsögn Jóns Páls Eyjólfssonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, má rekja til þess að hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot. RÚV greindi fyrst frá. Jón Páll er sakaður um nauðgun sem átti sér stað í vinnuferð fyrir tæpum tíu árum síðan. Í samtali við RÚV segir Þuríður Helga Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, að Jón Páll hafi viðurkennt brotið í byrjun desember að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi. „Mér var auðvitað brugðið. Þetta var mikið áfall og það tók við ákveðinn hvirfilvindur í mínu tilfinningalífi. Ég óskaði eftir því að hann mundi tala um þetta opinskátt,” segir Þuríður við RÚV. Samkvæmt heimildum Vísis mun Jón Páll þó ekki hafa viðurkennt brotið en hann hafi heldur ekki borið það af sér. Í yfirlýsingu sem Jón Páll sendi frá sér í dag sagði hann að fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar MeToo byltingin hafi farið af stað. Hann segist hafa gert Þuríði Helgu grein fyrir stöðunni strax. Í yfirlýsingu í desember sagðist Jón Páll láta af störfum vegna rekstrarörðugleika leikfélagsins. Ekki fengist fé til starfseminnar en að hann ætlaði þó að kveðja með því að leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“ en Jón Páll sagði við Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Hvorki náðist í Jón Pál né Þuríði Helgu við vinnslu þessarar fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14 Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25 Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 10. janúar 2018 14:14
Stjórnin lýsir yfir vantrausti á Jón Pál og rekur frá Leikfélagi Akureyrar Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóri mun ekki leikstýra fyrirhugaðri kveðjusýningu sinni fyrir norðan. 10. janúar 2018 11:25
Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Hann segir í færslu sinni á Facebook að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sér ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. 20. desember 2017 11:55