Langflestir styðja dánaraðstoð Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2018 06:00 Súsanna R. Sæbergsdóttir kannaði viðhorf nemenda HÍ til líknardráps og aðstoðar til sjálfsvígs í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf. vísir/stefán „Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða aðstoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikilvægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í SuðvesturkjördæmiSúsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartillaga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráðherra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða aðstoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikilvægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í SuðvesturkjördæmiSúsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartillaga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráðherra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent