Dæmdur fyrir vopnaburð en sýknaður fyrir að bera eld að Menningarsetri múslima Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 20:00 Vísir/Andri Marinó Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til að greiða 40 þúsund krónur í sekt eða sæta fjögurra daga fangelsisvistar fyrir að bera 23 sentímetra fjaðrahníf og hnúajárn. Hann var sýknaður af því að hafa reynt að bera eld að Menningarsetri múslima í júní 2016. Maðurinn játaði vopnaburðinn og var hann þar að auki ákærður samkvæmt 233. grein a) almennra hegningalaga. „Samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal hver sá sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum,“ segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekki vita hvaða starfsemi færi fram í fyrrnefndu húsi. Þrír lögregluþjónar báru vitni og sögðust hafa fengið tilkynningu um að verið væri að bera eld að húsinu. Þegar þeir komu á vettvang hafi brenndur klósettpappír verið við innihurð hússins og sögðu þeir manninn hafa legið sofandi þar skammt frá. Þeir sögðust hafa rætt við hann og beðið hann um að yfirgefa svæðið. Svo hafi þeir farið. Önnur tilkynning barst svo tíu mínútum seinna um að verið væri að bera eld að Menningarsetrinu og sneru lögregluþjónarnir því aftur. Þá sögðust þeir hafa komið að manninum þar sem hann hafi verið búinn að vefja klósettpappír um hurðarhún útidyrahurðar hússins og hafi verið að reyna að kveikja í pappírnum. Maðurinn var handtekinn og lögregluþjónarnir segja hann hafa sagst vera þjóðernissinna og á móti múslimum. Þá átti hann að hafa sagt að hann hefði reynt að gefa út yfirlýsingu með gjörðum sínum.Fyllerísrugl og ekkert annað Maðurinn sjálfur sagði fyrir dómi að hann hefði verið í tveimur samkvæmum um nóttina og drukkið ótæpilega af áfengi. Því mundi hann atvikið ekki vel. Hann hafi farið út til að kaupa sígarettur og komið að Menningarsetrinu og haldið að þar væri kór til húsa. Þar sagðist maðurinn hafa fundið pappírinn og að hann mundi óljóst eftir að hafa kveikt í pappír við húsið. Þó sagðist hann telja að búið hefði verið að kveikja í pappírnum þegar hann bar að garði. Þá sagðist hann ekki muna til þess að hafa vafið pappír um hurðarhún og sagðist hann eiga það til þegar hann væri ölvaður að tendra eld en þó eingöngu sér til skemmtunar. Ekki til þess að valda tjóni. Þar að auki sagði hann ekki rétt að hann hefði sagst vera þjóðernissinni. Líklegast hefði hann sagst vera föðurlandsvinur og að honum væri ekkert illa við íslam. Mögulega hefði hann lýst yfir andstöðu við trúarbrögð almennt. Maðurinn sagðist ekki hafa verið í neinu ástandi til þess að lýsa einu né neinu yfir og að um fyllerísrugl hefði verið að ræða og ekkert annað. Hið sama sagði hann í skýrslutöku degi eftir að hann var handtekinn. Í niðurstöðu dómsins segir ljóst að maðurinn gert tilraun til að leggja eld að salernispappír á útidyrahurð hússins og af þessari háttsemi hefði bæði geta hlotist hætta og eignatjón. Maðurinn var þó ákærður gagnvart lagagrein sem snýr að tjáningu á opinberum vettvangi. Dóminum þótti „fátækleg gögn“ sem lögregla aflaði við rannsókn málsins ekki styðja þann málatilbúnað ákæruvaldsins að markmið mannsins hefði verið að hæða, rægja, smána eða ógna manni eða hópi manna. Þar að auki hefði maðurinn verið verulega ölvaður þegar rætt var við hann að ekki var hægt að gefa þeim viðræðum mikið vægi. Maðurinn var því sýknaður.Dóminn má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til að greiða 40 þúsund krónur í sekt eða sæta fjögurra daga fangelsisvistar fyrir að bera 23 sentímetra fjaðrahníf og hnúajárn. Hann var sýknaður af því að hafa reynt að bera eld að Menningarsetri múslima í júní 2016. Maðurinn játaði vopnaburðinn og var hann þar að auki ákærður samkvæmt 233. grein a) almennra hegningalaga. „Samkvæmt 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skal hver sá sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum,“ segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ekki vita hvaða starfsemi færi fram í fyrrnefndu húsi. Þrír lögregluþjónar báru vitni og sögðust hafa fengið tilkynningu um að verið væri að bera eld að húsinu. Þegar þeir komu á vettvang hafi brenndur klósettpappír verið við innihurð hússins og sögðu þeir manninn hafa legið sofandi þar skammt frá. Þeir sögðust hafa rætt við hann og beðið hann um að yfirgefa svæðið. Svo hafi þeir farið. Önnur tilkynning barst svo tíu mínútum seinna um að verið væri að bera eld að Menningarsetrinu og sneru lögregluþjónarnir því aftur. Þá sögðust þeir hafa komið að manninum þar sem hann hafi verið búinn að vefja klósettpappír um hurðarhún útidyrahurðar hússins og hafi verið að reyna að kveikja í pappírnum. Maðurinn var handtekinn og lögregluþjónarnir segja hann hafa sagst vera þjóðernissinna og á móti múslimum. Þá átti hann að hafa sagt að hann hefði reynt að gefa út yfirlýsingu með gjörðum sínum.Fyllerísrugl og ekkert annað Maðurinn sjálfur sagði fyrir dómi að hann hefði verið í tveimur samkvæmum um nóttina og drukkið ótæpilega af áfengi. Því mundi hann atvikið ekki vel. Hann hafi farið út til að kaupa sígarettur og komið að Menningarsetrinu og haldið að þar væri kór til húsa. Þar sagðist maðurinn hafa fundið pappírinn og að hann mundi óljóst eftir að hafa kveikt í pappír við húsið. Þó sagðist hann telja að búið hefði verið að kveikja í pappírnum þegar hann bar að garði. Þá sagðist hann ekki muna til þess að hafa vafið pappír um hurðarhún og sagðist hann eiga það til þegar hann væri ölvaður að tendra eld en þó eingöngu sér til skemmtunar. Ekki til þess að valda tjóni. Þar að auki sagði hann ekki rétt að hann hefði sagst vera þjóðernissinni. Líklegast hefði hann sagst vera föðurlandsvinur og að honum væri ekkert illa við íslam. Mögulega hefði hann lýst yfir andstöðu við trúarbrögð almennt. Maðurinn sagðist ekki hafa verið í neinu ástandi til þess að lýsa einu né neinu yfir og að um fyllerísrugl hefði verið að ræða og ekkert annað. Hið sama sagði hann í skýrslutöku degi eftir að hann var handtekinn. Í niðurstöðu dómsins segir ljóst að maðurinn gert tilraun til að leggja eld að salernispappír á útidyrahurð hússins og af þessari háttsemi hefði bæði geta hlotist hætta og eignatjón. Maðurinn var þó ákærður gagnvart lagagrein sem snýr að tjáningu á opinberum vettvangi. Dóminum þótti „fátækleg gögn“ sem lögregla aflaði við rannsókn málsins ekki styðja þann málatilbúnað ákæruvaldsins að markmið mannsins hefði verið að hæða, rægja, smána eða ógna manni eða hópi manna. Þar að auki hefði maðurinn verið verulega ölvaður þegar rætt var við hann að ekki var hægt að gefa þeim viðræðum mikið vægi. Maðurinn var því sýknaður.Dóminn má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira