Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2018 19:10 Guðjón Valur í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Fyrirliðinn Guðjón Valur var auðvitað hæstánægður með sigur strákanna okkar á Svíum, 26-24, þó svo að það hafi gengið á ýmsu í leiknum. „Þetta er eins og manni dreymir um fyrir leik - það gekk allt upp hjá okkur en ekkert hjá þeim. Það var vitað mál að það yrði erfitt að halda sama dampi og þeir spila annan hálfleik illa. Það var gott að klára þetta þó þetta hafa hikstað óþarflega í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að leikskipulagið hafi verið á hreinu hjá íslenska liðinu og að þeim hafi tekist að vinna þær baráttur úti á vellinum sem þeir ætluðu sér að gera. „Við fengum þar af leiðandi mjög góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að taka aðeins meiri áhættur í seinni hálfleik sem gerði markverðinum þeirra auðvelt fyrir,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. Ísland skoraði ekki á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og var Guðjón Valur spurður út í hinn fræga slæma kafla eins og hann var gerður á HM í Frakklandi í fyrra, við litla hrifningu hans. Sjá einnig: Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig „Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft eins og í fyrra - ákvaðstu það fyrir mót?“ sagði Guðjón Valur þá í léttum dúr. „Það var enginn slæmur kafli. En nei, nei - þetta var orðið mjög þétt hjá þeim og okkur tókst engan veginn að opna vörnina hjá þeim, þrátt fyrir að við reyndum öll okkar kerfi. En við skoruðum undir lokin og það var það sem skiptir máli.“ Guðjón Valur vildi þrátt fyrir allt ekki gera of mikið úr sigri Íslands. „Við erum samt að fara að spila við Króatíu eftir tvo daga. Auðvitað líður manni vel með 2 stig en það er stórhættulegt að ætla að verða ánægður og glaður. Planið breytist ekki hjá okkur. Þetta lögðum við samt upp með og þetta er gott veganesti fyrir framhaldið.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Fyrirliðinn Guðjón Valur var auðvitað hæstánægður með sigur strákanna okkar á Svíum, 26-24, þó svo að það hafi gengið á ýmsu í leiknum. „Þetta er eins og manni dreymir um fyrir leik - það gekk allt upp hjá okkur en ekkert hjá þeim. Það var vitað mál að það yrði erfitt að halda sama dampi og þeir spila annan hálfleik illa. Það var gott að klára þetta þó þetta hafa hikstað óþarflega í seinni hálfleik,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að leikskipulagið hafi verið á hreinu hjá íslenska liðinu og að þeim hafi tekist að vinna þær baráttur úti á vellinum sem þeir ætluðu sér að gera. „Við fengum þar af leiðandi mjög góð færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við þurftum að taka aðeins meiri áhættur í seinni hálfleik sem gerði markverðinum þeirra auðvelt fyrir,“ sagði fyrirliðinn enn fremur. Ísland skoraði ekki á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik og var Guðjón Valur spurður út í hinn fræga slæma kafla eins og hann var gerður á HM í Frakklandi í fyrra, við litla hrifningu hans. Sjá einnig: Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig „Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft eins og í fyrra - ákvaðstu það fyrir mót?“ sagði Guðjón Valur þá í léttum dúr. „Það var enginn slæmur kafli. En nei, nei - þetta var orðið mjög þétt hjá þeim og okkur tókst engan veginn að opna vörnina hjá þeim, þrátt fyrir að við reyndum öll okkar kerfi. En við skoruðum undir lokin og það var það sem skiptir máli.“ Guðjón Valur vildi þrátt fyrir allt ekki gera of mikið úr sigri Íslands. „Við erum samt að fara að spila við Króatíu eftir tvo daga. Auðvitað líður manni vel með 2 stig en það er stórhættulegt að ætla að verða ánægður og glaður. Planið breytist ekki hjá okkur. Þetta lögðum við samt upp með og þetta er gott veganesti fyrir framhaldið.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00