Sér nú fyrir endann á langri stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Merkel og Schulz tókust í hendur á blaðamannafundinum. Nordicphotos/AFP Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira