Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2018 11:45 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum. Vísir/pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira