Íslenska vegakerfið fær lága einkunn Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 21:00 Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum. Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum.
Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent