Lofa umbótum á sjöunda degi mótmæla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Mótmælin hafa verið langvarandi og einkar harðskeytt. Nordicphotos/AFP Tugir þúsunda Túnisa hafa mótmælt undanfarna viku og krafist þess að ríkisstjórn forsetans Beji Caid Essebsi láti af niðurskurðarstefnu sinni. Mótmælin héldu áfram í gær, jafnvel eftir að ríkisstjórnin tilkynnti, eftir tveggja tíma krísufund í forsetahöllinni, um aðgerðir, meðal annars í heilbrigðis- og húsnæðismálum. Til að mynda lofaði ríkisstjórnin andvirði 7,2 milljarða króna innspýtingu í velferðarkerfið. „Þetta mun hjálpa 250.000 fjölskyldum. Þessar aðgerðir munu gagnast lág- og millistéttarfólki,“ sagði velferðarráðherrann Mohammed Trabelsi eftir fundinn.Beji Caid Essebsi, forseti Túnis.Nordicphotos/AFPEssebsi forseti heimsótti hið fátæka Ettdhamon-hverfi Túnisborgar í gær til þess að opna félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Í stuttri ræðu sinni lofaði hann að beita sér fyrir því að störf myndu skapast fyrir ungmenni. „Við finnum til með ykkur og fjölskyldunum ykkar. En verið hófsöm, við erum ekki rík þjóð.“ Essebsi hefur rétt fyrir sér varðandi fjárhag ríkisins. Þegar arabíska vorið hófst, fyrir sjö árum, var efnahagsástandið á meðal þess sem almenningur var ósáttur við. Atvinnuleysi var mikið og spilling grasseraði. Nú telja mótmælendur að sömu vandamál hrjái ríkið enn. Hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði hafi þar að auki gert ástandið verra þar sem þær hafa dregið úr heimsóknum ferðamanna. Í desember síðastliðnum sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn túnisku ríkisstjórninni að nauðsynlegt og áríðandi væri að laga halla ríkissjóðs. Sjóðurinn veitti Túnisum þriggja milljarða dala lán fyrir rúmum tveimur árum. Mótmælaaldan í Túnis reis 7. janúar síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin hækkaði skatta. Hefur verið mótmælt á að minnsta kosti tíu svæðum í ríkinu og hefur lögregla handtekið að minnsta kosti 800 mótmælendur en 97 lögreglumenn hafa særst í átökunum. Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Tugir þúsunda Túnisa hafa mótmælt undanfarna viku og krafist þess að ríkisstjórn forsetans Beji Caid Essebsi láti af niðurskurðarstefnu sinni. Mótmælin héldu áfram í gær, jafnvel eftir að ríkisstjórnin tilkynnti, eftir tveggja tíma krísufund í forsetahöllinni, um aðgerðir, meðal annars í heilbrigðis- og húsnæðismálum. Til að mynda lofaði ríkisstjórnin andvirði 7,2 milljarða króna innspýtingu í velferðarkerfið. „Þetta mun hjálpa 250.000 fjölskyldum. Þessar aðgerðir munu gagnast lág- og millistéttarfólki,“ sagði velferðarráðherrann Mohammed Trabelsi eftir fundinn.Beji Caid Essebsi, forseti Túnis.Nordicphotos/AFPEssebsi forseti heimsótti hið fátæka Ettdhamon-hverfi Túnisborgar í gær til þess að opna félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Í stuttri ræðu sinni lofaði hann að beita sér fyrir því að störf myndu skapast fyrir ungmenni. „Við finnum til með ykkur og fjölskyldunum ykkar. En verið hófsöm, við erum ekki rík þjóð.“ Essebsi hefur rétt fyrir sér varðandi fjárhag ríkisins. Þegar arabíska vorið hófst, fyrir sjö árum, var efnahagsástandið á meðal þess sem almenningur var ósáttur við. Atvinnuleysi var mikið og spilling grasseraði. Nú telja mótmælendur að sömu vandamál hrjái ríkið enn. Hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði hafi þar að auki gert ástandið verra þar sem þær hafa dregið úr heimsóknum ferðamanna. Í desember síðastliðnum sagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn túnisku ríkisstjórninni að nauðsynlegt og áríðandi væri að laga halla ríkissjóðs. Sjóðurinn veitti Túnisum þriggja milljarða dala lán fyrir rúmum tveimur árum. Mótmælaaldan í Túnis reis 7. janúar síðastliðinn eftir að ríkisstjórnin hækkaði skatta. Hefur verið mótmælt á að minnsta kosti tíu svæðum í ríkinu og hefur lögregla handtekið að minnsta kosti 800 mótmælendur en 97 lögreglumenn hafa særst í átökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Túnis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira