„Versti dagur ársins“ er í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2018 10:21 Mörgum þykir janúar óþarflega langur mánuður,. Í ár eru alls fimm mánudagar í janúar. Vísir/Getty Margir eiga erfitt með janúar þegar jólin eru liðin og hversdagurinn tekur við. Langt er í sumarið og miðnætursólina. Eins á fólk oft erfitt með mánudaga og byrjun nýrrar vinnuviku. Einn mánudagur virðist þó vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag, þann 15. janúar, þriðja mánudag janúarmánaðar. Fyrirbærið sem um ræðir heitir á ensku Blue Monday og birtist fyrst í fréttatilkynningu eftir sálfræðinginn Cliff Arnall sem reiknar daginn út frá ýmsum breytum. Dagurinn fellur oftast á þriðja mánudag janúar en getur einnig fallið á annan mánudaginn eða þann fjórða. Tími sem liðinn er frá jólum, veðrið, jólaskuldir og brotin áramótaheit eru meðal þess sem gera þennan tiltekna mánudag sérstaklega krefjandi. Formúlan sem Arnall notast við er:[W+(D-d)] x Tq ÷ [M x Na]. Þar stendur W fyrir veður, D fyrir skuld og d fyrir mánaðarlaun. T er tími liðinn frá jólum og q er tími síða áramótaheit hafa verið brotin. M er fyrir metnað og Na táknar þörf fólks til að breyta til. Eins og gefur að skilja er erfitt að reikna út metnað eða þörf til breytinga og eru ekki allir sammála um réttmæti kenningarinnar, sem oftast er talin vera einföld auglýsingabrella. Hins vegar getur hann einnig verið huggun fyrir þá sem eru að eiga sérstaklega erfiðan mánudag. Arnall segist einnig hafa reiknað út besta dag ársins og hefur hann hingað til alltaf verið í kringum sumarsólstöður og lengsta dag ársins. Heilbrigðismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Margir eiga erfitt með janúar þegar jólin eru liðin og hversdagurinn tekur við. Langt er í sumarið og miðnætursólina. Eins á fólk oft erfitt með mánudaga og byrjun nýrrar vinnuviku. Einn mánudagur virðist þó vera fólki erfiðari en aðrir og fellur sá dagur niður á daginn í dag, þann 15. janúar, þriðja mánudag janúarmánaðar. Fyrirbærið sem um ræðir heitir á ensku Blue Monday og birtist fyrst í fréttatilkynningu eftir sálfræðinginn Cliff Arnall sem reiknar daginn út frá ýmsum breytum. Dagurinn fellur oftast á þriðja mánudag janúar en getur einnig fallið á annan mánudaginn eða þann fjórða. Tími sem liðinn er frá jólum, veðrið, jólaskuldir og brotin áramótaheit eru meðal þess sem gera þennan tiltekna mánudag sérstaklega krefjandi. Formúlan sem Arnall notast við er:[W+(D-d)] x Tq ÷ [M x Na]. Þar stendur W fyrir veður, D fyrir skuld og d fyrir mánaðarlaun. T er tími liðinn frá jólum og q er tími síða áramótaheit hafa verið brotin. M er fyrir metnað og Na táknar þörf fólks til að breyta til. Eins og gefur að skilja er erfitt að reikna út metnað eða þörf til breytinga og eru ekki allir sammála um réttmæti kenningarinnar, sem oftast er talin vera einföld auglýsingabrella. Hins vegar getur hann einnig verið huggun fyrir þá sem eru að eiga sérstaklega erfiðan mánudag. Arnall segist einnig hafa reiknað út besta dag ársins og hefur hann hingað til alltaf verið í kringum sumarsólstöður og lengsta dag ársins.
Heilbrigðismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira