Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 13:45 Líkt og Jósef Stalín um pólitíska andstæðinga hefur Trump talað um fjölmiðla sem óvini þjóðarinnar. Vísir Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja. Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“ eru í anda Jósefs Stalíns og eiga ekki heima í pólitískri orðræðu, að mati öldungardeildarþingmanns Repúblikanaflokksins. Hann hyggst fordæma árásir Trump á fjölmiðla í ræðu í þinginu í vikinni. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Arizona, fullyrðir að Trump hafi fengið orðalagið um „óvini þjóðarinnar“ frá Stalín. Í viðtali við MSNBC sagði Flake að Nikita Krútsjev, sem tók við af Stalín sem leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, hafi bannað notkun þess því að það væri of gildishlaðið og kastaði rýrð á heila stétt fólks. „Ég held að við ættum ekki að nota orðalag sem sovéskur einræðisherra hefur hafnað sem of gildishlöðnu,“ sagði Flake en hann ætlar að gagnrýna Trump í ræðu í öldungadeildinni á miðvikudag, að því er segir í frétt Politico.Ættu að tortryggja Trump frekar en fjölmiðlaFlake hefur verið gagnrýninn á Trump, ekki síst eftir að hann ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til endurkjörs. Hann segir ekki eðlilegt að stjórnmálamenn fylki sér að baki hefðbundnum flokkslínum eins og nú sé að gerast. „Fólk verður að standa upp og segja að þetta sé ekki rétt. Þetta er ekki eðlilegt,“ segir Flake sem telur hegðun Trump ekki í lagi. Samkvæmt drögum að ræðunni sem hann hyggst flytja á miðvikudag ætlar Flake að vara við því að sannleikurinn hafi legið undir árás á liðnu ári sem aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna. Hvíta húsið standi í daglegum árásum á frjálsa fjölmiðla. „[...] þegar valdamaður kallar ósjálfrátt alla umfjöllun sem hentar honum ekki „falsfréttir“ þá ætti að sú manneskja að vera tortryggð, ekki fjölmiðlar,“ ætlar Flake að segja.
Donald Trump Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50