Þýskaland bjargaði stigi eftir að dómararnir beittu myndbandstækni Anton Ingi Leifsson skrifar 15. janúar 2018 18:56 Dómararnir voru í eldlínunni í kvöld. vísir/getty Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu. Ungverjarnir gáfu Spánverjunum hörkuleik, en Spánverjarnir leiddu í hálfleik, 13-12. Áfram var harkan og spennan mikil í síðari hálfleik og lokatölur tveggja marka sigur Spánar, 27-25. Adrian Figueras, Aitor Arino, Alex Dujshebaev og Valero Rivera skoruðu allir fjögur mörk fyrir Spán sem eru með fjögur stig. Bence Banhidi var markahæstur Ungverja með sex mörk, en Zsolt Balogh skoraði fimm. Ungverjar eru án stiga. Spánn og Danmörk mætast í lokaumferðinni, en það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um toppsætið. Í hinni viðureigninni mætast Tékkland og Ungverjaland. Slóvenar og Þjóðverjar gerðu jafntefli 25-25 í æsispennandi leik í C-riðli. Úrslitin réðust algjörlega í blálokin. Sigurmarkið virtist koma fjórar sekúndum fyrir leikslok þegar Blaz Janc skoraði, en dómararnir beittu meðal annars myndbandstækni til þess að skera úr um hvort markið hafi verið löglegt. Það leiddi til þess að þeir sáu brot Slóvena í kjölfar marksins og Þjóðverjarnir fengu vítakast. Blaz Blagotinsek var sendur í sturtu, en hann stóð inn í miðjuhringnum þegar Þjóðverjarnir ætluðu að taka hraða miðju í kjölfar marks Janc. Þjóðverjar fengu því vítakast því brot undr lok leiksins leiðir til vítakasts. Tobias Reichmann fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 25-25 og Slóvenarnir algjörlega brjálaðir, en þeir geta kennt Blaz um þessa vitleysu. Slóvenarnir eru því komnir með eitt stig, en Þjóverjarnir eru með þrjú stig, en Makedónía og Svartfjallaland mætast í kvöld. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja, en markahæstur Slóvena var Miha Zarabec sem átti afar góðan leik. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Þjóðverjar misstigu sig gegn Slóveníu í C-riðli á meðan Spánverjar mörðu Ungverja í D-riðli. Þessir leikir voru að klárast á HM í Króatíu. Ungverjarnir gáfu Spánverjunum hörkuleik, en Spánverjarnir leiddu í hálfleik, 13-12. Áfram var harkan og spennan mikil í síðari hálfleik og lokatölur tveggja marka sigur Spánar, 27-25. Adrian Figueras, Aitor Arino, Alex Dujshebaev og Valero Rivera skoruðu allir fjögur mörk fyrir Spán sem eru með fjögur stig. Bence Banhidi var markahæstur Ungverja með sex mörk, en Zsolt Balogh skoraði fimm. Ungverjar eru án stiga. Spánn og Danmörk mætast í lokaumferðinni, en það verður að öllum líkindum úrslitaleikur um toppsætið. Í hinni viðureigninni mætast Tékkland og Ungverjaland. Slóvenar og Þjóðverjar gerðu jafntefli 25-25 í æsispennandi leik í C-riðli. Úrslitin réðust algjörlega í blálokin. Sigurmarkið virtist koma fjórar sekúndum fyrir leikslok þegar Blaz Janc skoraði, en dómararnir beittu meðal annars myndbandstækni til þess að skera úr um hvort markið hafi verið löglegt. Það leiddi til þess að þeir sáu brot Slóvena í kjölfar marksins og Þjóðverjarnir fengu vítakast. Blaz Blagotinsek var sendur í sturtu, en hann stóð inn í miðjuhringnum þegar Þjóðverjarnir ætluðu að taka hraða miðju í kjölfar marks Janc. Þjóðverjar fengu því vítakast því brot undr lok leiksins leiðir til vítakasts. Tobias Reichmann fór á punktinn og skoraði. Lokatölur 25-25 og Slóvenarnir algjörlega brjálaðir, en þeir geta kennt Blaz um þessa vitleysu. Slóvenarnir eru því komnir með eitt stig, en Þjóverjarnir eru með þrjú stig, en Makedónía og Svartfjallaland mætast í kvöld. Uwe Gensheimer skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja, en markahæstur Slóvena var Miha Zarabec sem átti afar góðan leik.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira