Daginn lengir um fimm mínútur á dag í Reykjavík en um sjö mínútur í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2018 21:00 Sólstafir yfir Reykjanesfjallgarði í dag, séðir frá Bústaðavegi í Reykjavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag: Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag:
Heilbrigðismál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira