Umhverfismál snerta okkur öll Sigurður Hannesson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Staðreynd málsins er þó sú að íslensk fyrirtæki hafa margt fram að færa í þessum efnum. Atvinnulífið jafnt sem almenningur bera ábyrgð sem gæslumenn náttúrunnar. Á undanförnum áratugum hefur vægi umhverfismála vaxið umtalsvert. Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru upplýstari um áhrif á umhverfið og þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Meira en náttúruvernd Umhverfismál snúast um miklu meira en náttúruvernd og má þar nefna endurvinnslu, áhrif okkar á lífríki, loftgæði, vatnsgæði og náttúruauðlindir. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs er forsenda þess að stjórnvöld nái metnaðarfullum markmiðum sínum í málaflokknum en stefnt er að 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í samanburði við losun árið 1990 samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Leggur sitt af mörkum Atvinnulífið, þar á meðal iðnaður leggur sitt af mörkum og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi hafa mörg fyrirtæki markað sér stefnu í umhverfismálum og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Í öðru lagi skapa fyrirtæki verðmæti með endurvinnslu og úrvinnslu úrgangs. Í þriðja lagi mun atvinnulífið þróa nýja tækni og innleiða lausnir sem gerir þjóðum heims kleift að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Umhverfisstefna fyrirtækja skiptir almenning máli bæði varðandi val á vinnuveitanda sem og viðleitni vinnuveitanda til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað eins og fram kemur í könnun Gallup. Fyrirtæki hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til dæmis með því að velja aðföng sem eru nær og þarf ekki að flytja um langan veg, auka veg endurvinnslu, hvatt starfsmenn til að nýta almenningssamgöngur eða umhverfisvæna ferðamáta og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við starfsstöðvar. Markaðslausnir hafa sannað gildi sitt og virka vel þegar kemur að umhverfismálum. Er það góð áminning um að boð og bönn eru ekki alltaf heppilegasta lausnin. Endurvinnsla skipar sífellt meiri sess í okkar daglega lífi og fyrirtæki veita þjónustu á því sviði og er það góð áminning um að verðmæti liggja í ruslinu.Hugvit og grænar lausnir Einn helsti styrkleiki Íslands liggur í þekkingu á endurnýjanlegri orku. Þá þekkingu má nýta í meira mæli annars staðar til að hjálpa öðrum að draga úr losun. Ný tækni leysir eldri tækni af hólmi með minni áhrifum á umhverfi og loftslag. Íslensk fyrirtæki hafa hannað lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Íslenskt hugvit hefur leitt af sér lausnir til að vinna verðmæti úr koltvísýringi eða koma honum fyrir í jörðu til að hindra útblástur svo dæmi séu tekin. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og getur orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttu heimsins í loftslagsmálum.Felur í sér tækifæri Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Atvinnulífið er reiðubúið að vera þátttakandi í því að ná markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hefur framlag þess þegar haft áhrif. Metnaðarfull markmið um að draga úr útblæstri eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings er forsenda þess að árangur náist.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sigurður Hannesson Umhverfismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Almenningur hér á landi lítur ekki á Ísland sem brautryðjanda á alþjóðavettvangi á sviði loftslagsmála ef marka má nýlega könnun Gallup. Staðreynd málsins er þó sú að íslensk fyrirtæki hafa margt fram að færa í þessum efnum. Atvinnulífið jafnt sem almenningur bera ábyrgð sem gæslumenn náttúrunnar. Á undanförnum áratugum hefur vægi umhverfismála vaxið umtalsvert. Almenningur og stjórnendur fyrirtækja eru upplýstari um áhrif á umhverfið og þjóðir heims hafa tekið höndum saman til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.Meira en náttúruvernd Umhverfismál snúast um miklu meira en náttúruvernd og má þar nefna endurvinnslu, áhrif okkar á lífríki, loftgæði, vatnsgæði og náttúruauðlindir. Gott samstarf stjórnvalda og atvinnulífs er forsenda þess að stjórnvöld nái metnaðarfullum markmiðum sínum í málaflokknum en stefnt er að 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í samanburði við losun árið 1990 samkvæmt Parísarsamkomulaginu.Leggur sitt af mörkum Atvinnulífið, þar á meðal iðnaður leggur sitt af mörkum og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi hafa mörg fyrirtæki markað sér stefnu í umhverfismálum og ráðist í breytingar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Í öðru lagi skapa fyrirtæki verðmæti með endurvinnslu og úrvinnslu úrgangs. Í þriðja lagi mun atvinnulífið þróa nýja tækni og innleiða lausnir sem gerir þjóðum heims kleift að ná metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Umhverfisstefna fyrirtækja skiptir almenning máli bæði varðandi val á vinnuveitanda sem og viðleitni vinnuveitanda til að skapa umhverfisvænan vinnustað sem leggur áherslu á orkusparnað eins og fram kemur í könnun Gallup. Fyrirtæki hafa dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til dæmis með því að velja aðföng sem eru nær og þarf ekki að flytja um langan veg, auka veg endurvinnslu, hvatt starfsmenn til að nýta almenningssamgöngur eða umhverfisvæna ferðamáta og sett upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við starfsstöðvar. Markaðslausnir hafa sannað gildi sitt og virka vel þegar kemur að umhverfismálum. Er það góð áminning um að boð og bönn eru ekki alltaf heppilegasta lausnin. Endurvinnsla skipar sífellt meiri sess í okkar daglega lífi og fyrirtæki veita þjónustu á því sviði og er það góð áminning um að verðmæti liggja í ruslinu.Hugvit og grænar lausnir Einn helsti styrkleiki Íslands liggur í þekkingu á endurnýjanlegri orku. Þá þekkingu má nýta í meira mæli annars staðar til að hjálpa öðrum að draga úr losun. Ný tækni leysir eldri tækni af hólmi með minni áhrifum á umhverfi og loftslag. Íslensk fyrirtæki hafa hannað lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Íslenskt hugvit hefur leitt af sér lausnir til að vinna verðmæti úr koltvísýringi eða koma honum fyrir í jörðu til að hindra útblástur svo dæmi séu tekin. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og getur orðið mikilvægt framlag Íslands til baráttu heimsins í loftslagsmálum.Felur í sér tækifæri Umhverfismál og loftslagsbreytingar eru meðal helstu áskorana sem Ísland stendur frammi fyrir. Atvinnulífið er reiðubúið að vera þátttakandi í því að ná markmiðum um minnkun gróðurhúsalofttegunda og hefur framlag þess þegar haft áhrif. Metnaðarfull markmið um að draga úr útblæstri eru áskorun fyrir samfélagið á komandi áratugum en að sama skapi verða til tækifæri til þess að nýta hugvit og sköpunargáfu til að þróa nýja tækni og aðferðir til að gera hluti öðruvísi og betur. Gott samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og almennings er forsenda þess að árangur náist.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar