Heimför eftir hræðilegan lokakafla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson skorar hér eitt átta marka sinna gegn Serbum. vísir/ernir Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið. EM 2018 í handbolta Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Annað Evrópumótið í röð komst íslenska karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr sínum riðli á mótinu. Að þessu sinni voru Íslendingar í dauðafæri til að fara áfram með tvö stig í milliriðil. Eina sem þurfti var að ná í stig gegn Serbum. Og þegar 12 mínútur voru eftir benti fátt til annars enda staðan 23-20, Íslandi í vil. Þá tók við einn lélegasti kafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu á síðustu árum. Reyndustu leikmenn þess gerðu hverja skyssuna á fætur annarri í sókninni á meðan Serbar skoruðu að vild. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur á síðustu 12 mínútunum og fengu tækifæri í lokasókninni til að vinna fjögurra marka sigur sem hefði fellt Íslendinga úr leik. Björgvin Páll Gústavsson hélt hins vegar lífi í vonum Íslands með því að verja skot Petars Nenadic. Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar ynnu Svía til að komast í milliriðil. Það gerðist ekki. Sænska liðið vann öruggan sigur á heimamönnum og fór með fjögur stig inn í milliriðil. Og sendi það íslenska heim í leiðinni. Vonbrigðin eru mikil, sérstaklega eftir sigurinn góða á Svíum í fyrsta leik. Það var enginn heimsendir að tapa fyrir heimamönnum, Króötum, og þrátt fyrir það tap voru Íslendingar í góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Hann var jafn í fyrri hálfleik þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson fóru mikinn. Fyrirliðinn skoraði sex mörk og herbergisfélagi hans varði 10 skot í markinu. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði góðum tökum á leiknum, komst mest fjórum mörkum yfir og fékk tækifæri til að ná enn meiri forystu. Þrátt fyrir of marga tapaða bolta og dauðafæri sem fóru forgörðum voru Íslendingar í góðri stöðu, þremur mörkum yfir, þegar 12 mínútur voru eftir. En þessu íslenska liði virðist ekki líða vel þegar það er með forystu. Það sást á HM í fyrra og aftur núna á EM. Það er mikið áhyggjuefni. Lokakafli leiksins var átakanlega lélegur af Íslands hálfu. Vörnin var eins og vængjahurð, galopin og gisin, og ótrúlegt agaleysi einkenndi sóknarleikinn. Tapaðir boltar voru alltof margir í gær (10) eins og í hinum tveimur leikjunum á EM. Það var vandamál á HM í fyrra og er enn vandamál. Íslenska liðið klúðraði fimm af síðustu sex skotum sínum og það serbneska tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 26-29, Serbíu í vil, og þátttöku Íslands á EM er því lokið.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn