Fjórum sinnum meiri mengun Jón Kaldal skrifar 18. janúar 2018 07:00 Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Kaldal Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar