Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2018 07:00 Fjölmenni sótti messu Frans páfa í Iquique í Chile í gær. Nordicphotos/AFP Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Það sæmir ekki kristnum mönnum að loka landamærunum fyrir innflytjendum og ríki heims ættu að bjóða innflytjendur, sem margir hafa þurft að þola fátækt, óréttlæti og kúgun, velkomna. Þetta sagði Frans páfi í chilesku borginni Iquique í gær á sínum síðasta degi í Chile áður en hann hélt til Perú. „Það er engin kristin gleði fólgin í því að skella í lás. Það ríkir engin kristin hamingja þegar öðrum líður eins og þeir séu óvelkomnir, þegar þeim er ekki gefið pláss,“ sagði páfi og bætti við: „Grátur hinna fátæku er eins konar bæn. Hann opnar hjörtu okkur og fær okkur til að hlusta.“ Frá því Frans varð páfi fyrir nærri fimm árum hefur hann ítrekað beitt sér í þágu fátækra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda. Með vaxandi straumi flóttamanna hefur páfi styrkst í afstöðu sinni á meðan þjóðernishyggjuflokkar, sem flestir berjast fyrir hertri landamæragæslu, spretta upp víða um heim. Til að mynda vann Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) stóran kosningasigur í þingkosningum síðasta árs, svo ekki sé minnst á afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um 50.000 manns voru viðstaddir messu páfa í Iquique og hvatti hann alla sem hlustuðu til þess að vera vel á verði og fylgjast með þegar upp kæmist um óréttlæti og kúgun sem flóttamenn og fátækir sæta í heiminum. Til að mynda þegar einhver hagnast á flóttamönnum með óeðlilegum hætti. Mun færri innflytjendur búa í Chile en í öðrum stórum ríkjum Suður-Ameríku. Hins vegar virðist fjöldi innflytjenda vera að aukast en stöðugleiki í efnahagsmálum og stjórnmálum frá því einræði Pinochet-stjórnarinnar lauk 1990 þykir gera landið að aðlaðandi áfangastað. Nýleg bylgja innflytjenda frá til að mynda Haítí og Venesúela hefur kynt undir þjóðernishyggju í Chile, að því er Reuters greinir frá. Hvergi býr hærra hlutfall innflytjenda í landinu en í borginni Iquique. Þangað hafa innflytjendur frá Perú, Argentínu, Ekvador og Bólivíu flykkst vegna tækifæra í byggingariðnaði, þjónustu og námagreftri í borginni.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Chile Venesúela Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira