Mengun í höfuðborginni mældist tvöföld á við mengunina frá Eyjafjallajökli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. janúar 2018 20:00 Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn. Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Mengunarmet var líklega slegið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar loftmengunin mældist tvöföld á við mengunina sem stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Mengunarský lagðist yfir höfuðborgina í nótt þegar sprengjugleðin náði hámarki í miklu hægviðri. Að sögn veðurfræðings var einungis um 700 metra skyggni í nótt en vanalega er það um 40 til 50 kílómetrar. Sérfræðingur í loftgæðum segir að nýtt mengunarmet í höfuðborginni hafi líklega verið slegið við mælistöðina við Dalsmára í Kópavogi. „Hér mældist hæsta 10 mínútna gildið 4500 míkrógrömm á rúmmetra. Þó við séum ekki búin að rýna mikið í tölur í morgun man ég ekki eftir svona háu gildi. Þannig líklega er þetta met hérna á höfuðborgarsvæðinu," segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun. Er þetta ríflega tvöfalt meiri mengun en stafaði frá eldgosinu í Eyjafjallajökli í höfuðborginni. „Í Eyjafjallajökli mældist mengunin líklega um tvö þúsund, þannig að þetta er hærra en það. Þar var reyndar að mælast hærra í nágrenni við fjallið," segir Þorsteinn. Flugeldamengunin er þá einnig skaðlegri. „Þetta er meira af skaðlegum efnum, þetta er meira sót og fín efni sem hafa verri heilsufarsáhrif," segir Þorsteinn. Mengunarskýið var ennþá greinilegt yfir höfuðborginni í dag en sökum veðurs er það lengi að leysast upp. „Það má kannski segja að það sé met líka að því leyti hvað mengunin er lengi, þó hún hafi lækkað mikið er hún ennþá viðvarandi og í þessari áttleysu er hún bara að fjúka fram og til baka um höfuðborgarsvæðið," segir Þorsteinn. Þungmálmar sem sitja eftir í umhverfinu eru í flugeldum og telur Þorsteinn að skoða mætti umhverfisvænni flugelda sem innihalda minna blýmagn. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikill hluti þetta er af þungmálmalosun Íslands en í sumum löndum hafa menn reiknað sig niður á tölu sem er verulegur hluti sem skiptir máli," segir Þorsteinn.
Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira