Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 14:18 Félagið Stjarnan rekur Subway-matsölustaðina hér á landi. Vísir/GVA Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira