Hús undir ferðaþjónustu við Gömlu höfnina víki fyrir nýjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2018 12:58 Gert er ráð fyrir að þau hús sem komi í stað þeirra sem fyrir eru líti svona út. Mynd/Yrki arkitektar Faxaflóahafnir stefna að því núverandi hús undir ferðatengda starfsemi meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík víki. Í stað þeirra er gert ráð fyrir að nokkur ný einnar hæðar smáhýsi verði reist undir starfsemina, að því er fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem auglýst var í dag. Þar kemur fram að núverandi hús undir starfsemina séu á óskilgreindum lóðum og byggingarreitum og að skilgreind verði breytt lóð undir nýbyggingarnar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa smáhýsin sem verði á bilinu 25-60 fermetrar, undir söluhús í tengslum við ferðatengda þjónustu. Nokkuð blómleg stafsemi ferðaþjónustufyrirtækja er í húsunum sem eiga að víkja, er þar helst um að ræða fyrirtæki sem selja ferðir í hvalaskoðun og aðrar útsýnisferðir. Þá er einnig gert ráð fyrir að stærra þjónustuhús verði reist þar sem verði upplýsingaþjónusta og veitingasala fyrir gesti hafnarsvæðisins, auk þess sem að heimilt er að reisa almenningssalerni á lóðinni sem fellt verði inn í þjónustuhúsið. Auk smáhýsanna við Gömlu höfnina er einnig gert ráð fyrir nokkrum sambærilegum smáhýsum í Vesturbugt, fyrir framan byggingalóð þar sem gert er ráð fyrir 176 íbúðum auk verslunar- og þjónustusvæðis, en búist er við að framkvæmdir þar hefjist á árinu. Hér má sjá nokkur af þeim húsum sem gert er ráð fyrir að verði rifin.Vísir/Valli Húsin sem gert er ráð fyrir að rísi við VesturbugtMynd/Yrki arkitektar. Nærmynd af húsunum sem gert er ráð fyrir að rísi við Gömlu höfnina.Mynd/Yrki arkitektar. Skipulag Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Faxaflóahafnir stefna að því núverandi hús undir ferðatengda starfsemi meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík víki. Í stað þeirra er gert ráð fyrir að nokkur ný einnar hæðar smáhýsi verði reist undir starfsemina, að því er fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið sem auglýst var í dag. Þar kemur fram að núverandi hús undir starfsemina séu á óskilgreindum lóðum og byggingarreitum og að skilgreind verði breytt lóð undir nýbyggingarnar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa smáhýsin sem verði á bilinu 25-60 fermetrar, undir söluhús í tengslum við ferðatengda þjónustu. Nokkuð blómleg stafsemi ferðaþjónustufyrirtækja er í húsunum sem eiga að víkja, er þar helst um að ræða fyrirtæki sem selja ferðir í hvalaskoðun og aðrar útsýnisferðir. Þá er einnig gert ráð fyrir að stærra þjónustuhús verði reist þar sem verði upplýsingaþjónusta og veitingasala fyrir gesti hafnarsvæðisins, auk þess sem að heimilt er að reisa almenningssalerni á lóðinni sem fellt verði inn í þjónustuhúsið. Auk smáhýsanna við Gömlu höfnina er einnig gert ráð fyrir nokkrum sambærilegum smáhýsum í Vesturbugt, fyrir framan byggingalóð þar sem gert er ráð fyrir 176 íbúðum auk verslunar- og þjónustusvæðis, en búist er við að framkvæmdir þar hefjist á árinu. Hér má sjá nokkur af þeim húsum sem gert er ráð fyrir að verði rifin.Vísir/Valli Húsin sem gert er ráð fyrir að rísi við VesturbugtMynd/Yrki arkitektar. Nærmynd af húsunum sem gert er ráð fyrir að rísi við Gömlu höfnina.Mynd/Yrki arkitektar.
Skipulag Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00