Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. janúar 2018 17:57 Brynjar hætti á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagðist hann óttast að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“ Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. Brynjar mun hafa tilkynnt þetta fyrst í ræðu á jólahlaðborði Sambands ungra sjálfstæðismanna. Brynjar ákvað að hætta á Facebook um miðjan nóvember síðastliðinn og sagði hann að hann óttaðist að samskiptamiðlar væru farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Þingmaðurinn hafði verið mjög áberandi á samfélagsmiðlinum og vöktu færslur hans oft og einatt mikla athygli og umtal. Í samtali við Vísi segir Brynjar að það hafi gengið vel að vera án samskiptamiðilsins. „Mér hefur liðið vel án Facebook. Þetta venst eins og allt annað,“ segir Brynjar. „Ég lofaði því að koma aftur á Facebook í einhverju bríaríi.“ Aðspurður hvort hann telji nauðsynlegt fyrir þingmenn að nota samfélagsmiðilinn til að tjá skoðanir sínar segir Brynjar að erfitt sé að vera alveg í burtu frá samskipamiðlinum ef maður starfar í stjórnmálum. „Ég held að þú getir ekki verið alveg í burtu frá Facebook ef þú ætlar að vera í pólitík. Allavega ekki í lengri tíma í einu en það þarf kannski ekki að skrifa færslur á hverjum degi. Það skiptir þó máli að geta brugðist við fljótt,“ segir hann.Mun ábyggilega skrifa eitthvað „fíflarí“ á morgunBrynjar segir að stundum hafi verið erfitt að geta ekki notað Facebook til að tjá sig. „Stundum hefur mann langað að tjá sig en svo lagast það nú bara. Það er ekki hægt að vera í pólitík og segja ekki neitt. Þetta var samt ágætis hvíld,“ segir þingmaðurinn. Þá segir hann að fólk misskilji hann ósjaldan á Facebook. „Ég held það en ég get líka sjálfum mér um kennt í því. Það skiptir máli hvernig þú setur hlutina fram.“ Brynjar segist búast við því að virkja Facebook aðganginn sinn aftur á morgun og að hann komi til með að skrifa eitthvað á léttu nótunum. „Ætli ég reyni ekki á morgun að opna Facebook aðganginn aftur þegar það er kominn vinnudagur. Ég mun ábyggilega skrifa eitthvað fíflarí á morgun, af hverju ég byrjaði aftur og eitthvað svoleiðis.“
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01 Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54 Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. 12. nóvember 2017 20:01
Brynjar hættir á Facebook Brynjar Níelsson óttast að samskiptamiðlar séu farnir að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. 14. nóvember 2017 10:54
Segir Helga Hrafn kæfa þingmenn í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Helga Hrafn meta framlag þingmanna eftir því hvað lagðar eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. 12. nóvember 2017 20:45