Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2018 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir vill varðveita þessa byggingu. Vísir/Eyþór/Já.is Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan. Skipulag Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það „óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. Sundhöllin var teiknuð 1937 af Guðjóni Samúelssyni, Húsameistara ríkisins og í færslu á Facebook bendir Ragnheiður Elín á það að byggingin sé ein þriggja sem teiknuð hafi verið af Guðjóni og finna megi í Reykjanesbæ. Húsið var auglýst til sölu í febrúar á síðasta ári en húsið hefur verið í einkaeigu frá árinu 2006.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.Fyrirhugaðar byggingar sem reiknað er með að rísi í grennd við sundhöllina. Húsið til vinstri á að koma þar sem Sundhöllin er nú.Mynd/jeES arkitektar„Mikil skammsýni“ að rífa húsið „Ég lít svo á að ef þetta sögufræga hús verður rifið yrði þar um óafturkræft stórslys að ræða, bæði þegar litið er til byggingarsögunnar og menningar- og íþróttasögu okkar Keflvíkinga. Vissulega má húsið muna sinn fífil fegurri og ljóst að kostnaðarsamt verður að koma því í upprunalegt horf,“ skrifar Ragnheiður Elín á Facebook þar sem hún birtir athugasemd til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar en frestur til þess að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna rennur út í dag. Vitnar Ragnheiður Elín til bréfs Minjastofnunar Íslands til skipulagsfulltrúa Reykjanesbækar þar sem segir að stofnunin telji að „byggingin sé varðveisluverð bæði frá sjónarhóli byggingarsögu og vegna menningarsögulegs gildis um bað- og sundmenningu Íslendinga og Keflvíkinga á fyrri hluta 20. aldar." Er þó tekið fram í bréfinu að það sé í höndum sveitarfélagsin að ákveða framtíð byggingarinnar sem sé ekki friðuð. Bendir Ragnheiður Elín á að það sé til marks um mikla skammsýni að rífa húsið, sérstaklega í ljósi þeirra vel heppnuðu endurbóta sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur sem einnig var teiknuð af Guðjóni og vígð sama ár og Sundhöll Keflavíkur var teiknuð. Þá segir hún að þrátt fyrir að tilraunir til þess að finna húsinu tilgang undanfarin ár hafi ekki heppnast sé annað uppi á teningnum nú þar sem miklar framkvæmdir séu í bænum. Bendir hún á að Strandleiðin í Keflavík, tíu kílómetra gönguleið með fram ströndinni, sé ein af best heppnuðu framkvæmdunum í Reykjanesbæ og gott sé að geta stundað útivist í grennd við sjóinn. Það sem vanti þar upp á sé þó áfangastaðir þar sem „ hægt væri að setjast niður yfir kaffibolla og njóta mannlífsins í bland við náttúruna.“ „Ég sé Sundhöllina fyrir mér sem slíkan áningarstað, hvort sem hún yrði gerð að safni, veitingastað, hóteli, svo nokkur dæmi sem verið hafa í umræðunni séu nefnd, og að með vel heppnaðri endurbyggingu mætti tryggja líf í húsinu og gróskumikið mannlíf,“ skrifar Ragnheiður Elín. Fer hún fram á að Reykjanesbær endurskoði áform um niðurrif Sundhallarinnar og hvetur hún aðra íbúa Reykjanesbæjar til þess að koma athugasemdum á fram við skipulagsyfirvöld áður en frestur til þess rennur út á miðnætti.Sjá má færslu Ragnheiðar Elínar hér fyrir neðan.
Skipulag Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent