Erfitt að manna þyrlur Landhelgisgæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:30 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira