Erfitt að manna þyrlur Landhelgisgæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2018 19:30 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir það vera brýnt öryggismál að fjölga í áhöfn gæslunnar. Of oft krefjist það mikillar fyrirhafnar að manna þyrlur til að sinna alvarlegum útköllum og lengir það viðbragðstíma. Samkvæmt bráðabirgðatölum Landhelgisgæslunnar sem birtust í Fréttablaðinu í dag var slegið met í fjölda útkalla á síðasta ári. Þau voru alls 257 og þar af rúmlega eitt hundrað forgangsútköll. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir aukinn ferðamannastraumur valda auknu álagi. Stefnt er að því að hafa alltaf tvær tiltækar áhafnir á vakt á hverjum tíma en það tókst einungis í 56% tilvika á síðasta ári. „Það er afar mikilvægt að geta treyst á tvær þyrlur á hverjum tíma. Við förum ekki lengra en tuttugu sjómílur frá ströndu nema að hafa til tvær þyrlur sem þurfa þá tvær áhafnir. Þannig að þetta er mjög einfalt, mjög skýrt og brýnt," segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Georg segir þetta geta tafið störfin. „Þegar við erum einungis með 56% vaktir þá er restin fyrirhöfn og vandræði og ekkert til að stóla á. Það er fyrst og fremst málið að við getum ekki treyst á það að geta mannað tvær vaktir ef í nauðirnar rekur," segir Georg. Hann segir þetta alvarlega stöðu þar sem þyrlurnar gætu ekki komið veikum eða slösuðum sjófaranda til bjargar ef tvær vaktir væru ekki til taks. Í hverri áhöfn eru fjórir starfsmenn auk læknis en í dag hefur Landhelgisgæslan fimm áhafnir til umráða sem skiptast á sólarhringsvöktum. „Það sem við þurfum að gera er að koma okkur upp einni áhöfn í viðbót. Þá getum við mannað tvær vaktir allan sólarhringinn og þá erum við öruggari með að komast út á sjó og upp á fjöll," segir hann.En það þarf auknar fjárveitingar til þess? „Já það vantar fjárveitingar í þennan rekstur til að geta gert þetta," segir Georg. Sökum erfiðrar fjárhagsstöðu var um áttatíu prósent af heildarflugtímum vélarinnar TF-SIF varið í Frontex verkefnin á Miðjarðarhafi á síðasta ári. Georg segir þetta koma niður á þjálfunartímum. „Þetta sker undan þeim möguleika og það er eitthvað sem getur ekki gengið til lengdar. Það getur hreinlega haft þau áhrif að okkar menn geti ekki sinnt þeim erfiðu verkefnum sem þeim er falið samkvæmt lögum og oft við mjög erfiðar aðstæður á Íslandi og úti á sjó. Þannig þetta er varasamt," segir Georg.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira